1. Úr lágum bæ á háum hól má horfa yfir sveit. þar lærði ég um lífið allt það litla, sem ég veit. Að allt, sem lifir á sinn rétt, þar engu spilla má. þitt lán er mest, að lifa í sátt við landið, sem þig á. 2. Er kyrrð og fegurð fölskvalaus, varð fast í hugann greipt, eignaðist ég auðlegð þá, sem enginn getur keypt. þótt stærri hús ég hafi gist með höfðinglegri brag, í lágum bæ á háum hól er heima enn í dag.